Pheasant Tail – Árvík (2024)


Pheasant Tail flugan er sennilega einhver þekktasta nymfu-flugan meðal veiðmanna. Flugan er gyðlu eftirlíking dægurflugu (mayfly), hönnuð af Frank Sawyers (1907-1980). Hann fæddist í Bulford við ána Avon í Wiltshire á Englandi. Áin var bæði atvinna hans og áhugamál í yfir sextíu ár. Bók hans, Nymphs and the Trout (1958), skóp honum nafn um allan heim meðal fluguveiðmanna. Í bókinni gefur hann m.a. góð ráð um hvernig á að hnýta flugurnar hans. Þeim, sem vilja horfa á Sawyer hnýta fluguna, skal bent á slóðina á tímaritið Fly-Fishing and Fly-Tying en hún er www.flyfishing-and-flytying.co.uk. Undir flipanum Forum má finna Video og þar á meðal tvö um meistarann að hnýta fluguna sína.

Sawyer reyndi ekki að hnýta flugur sínar sem nákvæma eftirlíkingu af tiltekinni tegund í lífríkinu. Það sem hann stefndi að var að flugurnar hefðu til að bera helstu almennu eiginleika þeirrar fæðu sem silungur leggur sér til munns. Það eru þessi almennu einkenni sem gera Pheasant Tail fluguna svo sterkt agn bæði hér á landi og annars staðar. Þó er hér á landi einungis að finna eina tegund dægurflugu, fisdægru, og það var ekki fyrr en um 1940 að hún uppgötvaðist (Skordýrabókin, bls. 33). Fisdægruna er engu að síður að finna um land allt í litlum stöðuvötnum. Það er í ágúst, þegar sólin vermir, að hennar verður vart. Engilbert Jensen varð var við aðra og stærri dægurflugu í Flóðinu í Grenlæk og náði mynd af henni. Því miður glataðist myndin þegar harði diskurinn í tölvunni hans hrundi.

Eftirfarandi uppskrift er eins og Frank Sawyer hefði hnýtt hana á Kamasan öngul:

Öngull (Hook): Kamasan B170 eða B175, stærðir 14 og 16. B175 öngullinn er þyngri.
Tvinni (Thread): Grannur brúnn eða rauður koparvír.
Stél (Tail): Fjórar fanir af brúnrauðri stélfjöður af fasana.
Vöf (Rib): Koparvír.
Afturbolur (Abdomen): Sami og stél.
Frambolur (Thorax): Sami og stél.
Fætur (Legs): Engir en sumar útgáfur annarra eru hnýttar með fótum.
Vænghús (Wing Case): Vænghúsið er undirbyggt með koparvír og vafið og þakið með stélföður af fasana.
Haus (Head): Koparvír

Pheasant Tail – Árvík (1)

Sawyer hóf hnýtinguna með vír við buginn og vafði vírinn samliggjandi í frambolinn þar sem vænghúsið er byggt upp. Vírinn er síðan vafinn aftur að bug. Ræmurnar af stélföður fasanans eru því næst hnýttar við til að mynda stél, bolinn og vænghúsið. Sawyer notaði vír úr ónýtum straumbreytum og rafmótorum, en okkur standa til boða þægilegri kostir í hnýtingarefnum. Í veiðivöruverslunum má yfirleitt finna bæði rauðan og brúnan grannan koparvír (fine eða small) og stélfjaðrir fasanans eru algengt hnýtingarefni. Sumir vilja nota brúnan hnýtingarþráð í stað koparvírsins til að hnýta niður stélfjaðrirnar og mynda hausinn.

Vestanhafs hefur önnur gerð af Pheasant Tail flugunni náð mestri útbreiðslu. Sú gerð er eignuð Al Troth, þekktum fluguhnýtara og veiðimanni, sem býr í Dillon í Montana í Bandaríkjunum. Hann segir þessa útgáfu vera mest seldu votfluguna sína. Helsti munur á útgáfu Al Troth frá útgáfu Frank Sawyer er notkun á Peaco*ck í frambolinn eða vænghúsið. Myndirnar hérað neðansýna bandarísku útgáfuna. Myndin til vinstri er tekin af Engilbert Jensen af flugu sem hann hnýtti en myndin til hægri er af dæmigerði útgáfu sem má kaupa í verslunum í Bandaríkjunum. Allar aðrar flugur með greininni eru hnýttar af Engilbert og tók hann jafnframt myndirnar.

Pheasant Tail – Árvík (2)

Öngull (Hook): Kamasan B170 eða B175, stærðir 10 til 16. Sumar uppskriftir nefna 2X legg eins og er á B830 önglinum og hnýta fluguna í stærðum 10 og minni. Enn aðrir vilja nota B220 öngulinn í stærðum 10 til 14 en hann er með svartri keramik áferð.
Tvinni (Thread): Brúnn 8/0 eða 6/0 þráður og grannur koparvír (eða einungis þráður).
Stél (Tail): Fjórar fanir af brúnrauðri stélfjöður af fasana.
Vöf (Rib): Grannur koparvír, brúnn eða gylltur.
Afturbolur (Abdomen): Sami og stél.
Frambolur (Thorax): Peaco*ck fanir.
Fætur (Legs): Brúnrauðar fanir af stélfjöður af fasana á báðum hliðum.
Vænghús (Wing Case): Brúnrauðar fanir af stélfjöður af fasana.
Haus (Head): Brúnn frammjókkandi.

Minnstu flugurnar er heppilegast að hnýta á 1X öngul en stærri gerðirnar á 2X öngul. Minnsta útgáfan virkar vel sem ‚dropper‘ ásamt annarri votflugu sem hnýtt er á endann til þess að vekja athygli. Einnig má nota hana sem ‚dropper‘ festan aftan í þurrflugu, það er New Zealand aðferðin, t.d. Adams #10 ‚parachute‘ þurrflugu og virkar þurrflugan þá sem tökuvari enda sést hún vel. Silungurinn tekur oftast Pheasant Tail fluguna en getur líka ráðist á þurrfluguna.

Pheasant Tail er einnig til sem þurrfluga. Er þeirrar gerðar oft getið í fluguhnýtingarbókum og stundum eingöngu. Þessi þurrflugugerð er upphaflega eignuð G.E.M. Skues (1858-1949) sem var lögmaður í London. Má finna flugu Skues í haustútgáfu Flyfishers´Club Journal frá 1918 og svipaða gerð með sama nafni í ritinu sem hann er þekktastur fyrir The Way of a Trout With a Fly (1921). Skues er hins vegar best þekktur sem forfaðir votfluguveiðinnar en hana litu þurrfluguveiðimenn miklu hornauga. Átti Skues í hvössum ritdeilum vegna þessa og sætti nánast útskúfun síðustu árin, þótt hlutur hans hafi verið réttur síðar og framlag hans loks metið að verðleikum.

Hér fer á eftir einföld uppskrift af Pheasant Tail sem þurrflugu í anda Skues:

Öngull (Hook): Kamasan B440 sem er 1X stuttur þurrfluguöngull með augað upp, stærðir 12 til 16.
Tvinni (Thread): Vaxborinn appelsínugulur (orange) þráður.
Stél (Tail): Hunangslituð eða ryð-móbrúnar fanir af hálsfjöður hana.
Búkur (Body): Þrjár eða fjórar fanir úr miðri rauðbrúnni stélfjöður fasana.
Vöf (Rib): Grannur gylltur vír.
Kragi (Hackle): Hunangslituð eða ryð-móbrún hálsfjöður af hana.
Haus (Head): Appelsínugulur.

Þótt flestir byrji veiðar á þessa flugu sem þurrflugu, enda tilgangurinn, má halda áfram að veiða á hana og sem votflugu ef hún hefur tekið í sig vatn. Reyndin var sú hjá Skues að hann uppgötvaði einmitt votfluguveiðina við þessar aðstæður. Fiskurinn vildi ekki þurrfluguna hans en tók fluguna þegar hún sökk undir yfirborðið.

Fiskur tekur til sín mest af fæðunni undir yfirborðinu. Það gefur þess vegna oft vel í veiði að skyggnast undir yfirborðið og líkja eftir lífríkinu þar líkt og Skues hvatti til á sínum tíma.

NÝJUSTU FRÉTTIR

  • Pheasant Tail – Árvík (5)

    Nýtt heimilisfang

    Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf. skrifstofuhúsnæði… Read more: Nýtt heimilisfang

  • Pheasant Tail – Árvík (6)

    Enn ein verðlaunastöngin frá Scott

    Jim Bartschi, forstjóri Scott Fly Rod Company í Bandaríkjunum, er vafalaust einn flinkasti stangarhönnuðurinn um… Read more: Enn ein verðlaunastöngin frá Scott

  • Húsnæði okkar er til leigu

    Húsnæði okkar er til leigu Frá og með 1. september nk., eða síðar samkvæmt samkomulagi,… Read more: Húsnæði okkar er til leigu

  • Pheasant Tail – Árvík (7)

    ÁRVÍK og Veiðiflugur sameina kraftana

    Hinn 1. mars 2019 sameinuðu Veiðiflugur og Árvík krafta sína í þjónustu við veiðimenn. Veiðiflugur… Read more: ÁRVÍK og Veiðiflugur sameina kraftana

  • Pheasant Tail – Árvík (8)

    Tilboð á Wychwood vörum

    Wychwood vika 18. til 24. febrúar 2019 Nú í vikunni bjóðast viðskiptavinu átta Wychwood vörur… Read more: Tilboð á Wychwood vörum

Pheasant Tail – Árvík (2024)
Top Articles
Latest Posts
Article information

Author: Duane Harber

Last Updated:

Views: 5922

Rating: 4 / 5 (51 voted)

Reviews: 82% of readers found this page helpful

Author information

Name: Duane Harber

Birthday: 1999-10-17

Address: Apt. 404 9899 Magnolia Roads, Port Royceville, ID 78186

Phone: +186911129794335

Job: Human Hospitality Planner

Hobby: Listening to music, Orienteering, Knapping, Dance, Mountain biking, Fishing, Pottery

Introduction: My name is Duane Harber, I am a modern, clever, handsome, fair, agreeable, inexpensive, beautiful person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.